*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Innlent 10. júlí 2018 14:50

Kanna starfsemi booking.com

Ferðamálastofa hefur sent Samkeppniseftirlinu ábendingu um starfsemi vefsíðunnar booking.com

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ferðamálastofa hefur sent Samkeppniseftirlinu ábendingu um starfsemi vefsíðunnar booking.com. Þetta kemur fram á vefsíðu Túrista. Fram kemur að ferðamálastofan telji álitamál hvort starfsemi síðunnar standist Samkeppnislög þar sem skilmálar síðunnar séu mjög íþyngjandi fyrir neytendur. Skilmálarnir fela meðal annars í sér að viðskiptavinir fyrirtækisins t.d. íslensk hótel mega ekki bjóða upp á betri kjör heldur en birtist á síðunni.

Þá sé jafnframt margt sem bendi til þess að fyrirtækið sé með yfir 50% markaðshlutdeild og fyrirtækið sé þar að leiðandi í markaðsráðandi stöðu hérlendis. 

Booking.com innheimtir umtalsverða þóknun af þjónustu sinni og nemur sú þóknun að lágmarki 15% af heildarverði gistingarinnar.