Kannabis sprotafyrirtækið Pax Labs Inc. sem sérhæfir sig í marijúana rafrettum hefur tryggt sér 20 milljóna dala fjármögnun frá fjárfestum sem samsvarar um 2,4 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt á vef Bloomberg .

Fyrirtækið sem er staðsett í San Fransisco er metið á 5 milljarða bandaríkjadala en gefið hefur verið út að það mat á virði fyrirtækisins sé byggt á framtíðarmöguleikum fremur en núverandi virði.

Pax framleiðir internettengdar rafrettur þar sem notendur geta hæglega stýrt því magni sem þeir neyta. Búnaðurinn líkist USB lykli og getur notandinn stýrt magninu í gegnum smáforrit. Varan sem fyrirtækið býður upp á samsvarar vörum sem nikótínframleiðslufyrirtækið Juul býður upp á. Þær vörur hafa notið miklla vinsælda en auk þess verið afar umdeildar. Juul er metið á 15 milljarða bandaríkjadala.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Bharat Vasan, lét hafa eftir sér í samtali við Bloomberg, að fyrirtækið sé að öllu leiti ólíkt Juul, þó að vörurnar séu sambærilegar.

Á þessu ári hafa fyrirtæki sem sérhæfa sig í framleiðslu kannabisvara hækkað að virði þar ber helst að nefna fyrirtækin Canopy Growth Corp. og Aurora Cannabis Inc.