Þúsundir íbúa í Colorado flykktust í verslanir í gær til þess að kaupa maríjúana. Það var fyrsti dagurinn sem löglegt var að selja slíkt efni í ríkinu.

Colorado er fyrsta ríki Bandaríkjanna þar sem slík sala er leyfð en Washington mun heimila slíka sölu síðar á árinu. Á vef New York Post kemur fram að einungis fólki sem er 21 árs og eldra er heimilt að kaupa slík efni.