Embætti ríkislögreglustjóra þekkir ekki til þess að hryðjuverkamenn hafi flutt peninga til Íslands í þeim tilgangi að þvætta þá að því er kemur fram í frétt Morgunblaðsins um málið.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði í viðtali í að til væru dæmi um að hryðjuverkamenn hafi flutt peninga til Íslands með þeim tilgangi að þvætta þá hér og að peningana væru meðal annars notaða til vopnakaupa.

Í svarbréfi embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Morgunblaðsins er hvatt til þess að fyrirspurn þessa efnis verði beint til fjármálaráðherra. Benedikt lét ummælin falla í umræðu um skattsvik og peningaþvott. Sagði Benedikt að fyrir utan skattsvikin þá sé einnig verið að ræða um hættulega glæpastarfsemi, eiturlyfjasölu og hryðjuverkastarfsemi. „Okkur finnst það svolítið fjarlægt en það hefur komið í ljós að það hafa komið upp dæmi þar sem menn halda að það sé verið að senda peninga til Íslands til þess að þvo þá og gera þá heiðarlega til að menn geti nýtt þá í vopnakaup og annað í hryðjuverkum. Það er mjög mikilvægt að ná tökum á þessu.“