Bandaríska kántrísöngkonan Taylor Swift hefur slegið enn eitt metið. Aldrei hefur lagi kvenkyns söngkonu verið halað eins oft niður á internetinu og laginu We Are Never Getting Back Together. Lagið hefur nú verið selt í 623.000 eintökum samkvæmt Nielsen SoundScan. Þetta kemur fram á viðskiptavef BBC í dag.

Lagið skaust beint á topp Billboard vinsældarlistann en það verður gefið út á nýjum geisladisk Swift nú í Okóber.

Samkvæmt tekjulista Forbes þénaði Swift 57 milljónir bandaríkjadala frá maí árið 2011 til maí 2012. Heildarvirði hreinna eigna hennar er nú metið á um 80 milljónir bandaríkjadala.

Þetta nýja og vinsæla lag sönkonunnar ungu fellur sjálfsagt ekki í eins góðan jarðveg hjá öllum kynslóðum en áhugasamir geta hlustað á lagið hér

: