Tónlistarmaðurinn og fatahönnuðurinn Kanye West ætlar að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna fyrir kosningarnar 2024. Kanye lýsti þessu yfir á Twitter síðu sinni í gærnótt.

Kanye, sem er nýbúinn að fá Twitteraðganginn sinn aftur, bauð sig líka fram fyrir kosningarnar 2020. Hann var þó heldur seinn með það framboð og átti þar af leiðandi erfitt með að komast inn á lista í forkosningum innan fjölda ríkja Bandaríkjunum. Hann náði eingöngu að komast inn á kjörlista tólf ríkja og hlaut samtals um 70 þúsund atkvæði.

Kanye hitti Trump fyrr í vikunni á Mar-A-Lago golfklúbbnum í Flórída. Tónlistarmaðurinn segist hafa beðið Trump um að verða varaforsetafnið sitt fyrir komandi kosningar. Átti Trump að hafa brugðist illa við þeirri beiðni, að því er kemur fram í myndbandi sem Kanye birti á Twitter í gærnótt.

„Trump byrjaði að öskra á mig og segja mér að ég myndi tapa. Hefur það einhvern tímann virkað fyrir einhvern í sögunni?“, segir Kanye í myndbandinu sem má sjá hér að neðan.

Kanye hefur gefið til kynna að hann ætli að ráða Milo Yiannopoulos, fyrrum ritstjóri Breitbart, sem kosningastjórann sinn. Milo starfaði síðast sem nemi fyrir Marjorie Taylor Greene, þingkonu Repúblikana.