Marshall Jefferson hefur stefnt Kanye West fyrir að nýta hljóðbrot úr laginu sínu Move Your Body a.m.k. 22 sinnum án leyfis við gerð plötunnar Donda 2, Guardian greinir frá.

Í stefnunni segir að bæði Kanye og teymið hans hafi viðurkennt fyrir Jefferson að hafa nýtt hljóðbrjót úr laginu, en án leyfis svo Jeffersson hefur ekki fengið krónu fyrir nýtinguna. Ekki liggur fyrir afmörkuð fjárkrafa en dóminum er gert að meta bótafjárhæð fyrir allt að 150.000 dollara fyrir hvert brot.

Útgáfuferli plötunnar Donda 2 hefur vægast sagt verið óvenjulegt, en platan er einungis aðgengileg eigenda svokallaðs StemPlayer, sem er nokkurs konar mp3 spilari hannaður af Kanye West sjálfum.