Félagið Kapp ehf keypti á dögunum Vélaverkstæðið Egil. Eigandi Kapps er Freyr Friðriksson, fyrrverandi framkvæmdastóri vélaverkstæðisins.

Vélaverkstæðið Egill er rúmlega 80 ára gamalt fyrirtæki og með þeim eldri sem sinnir viðgerðarþjónustu á vélum, kælitækjum, rafmagnstækjum og á heimilistækjum.

Þá segir í tilkynningunni að Kapp muni einbeita sér að vélaviðgerðum, rennismíði og kælþjónustu en Egill mun áfram sjá um viðgerðir á heimilis- og rafmagnstækjum.

Kapp mun verða rekið að Miðhrauni 2 í Garðabæ í sama húsnæði og vélaverkstæði Egils hefur verið í síðastliðin ár.