Þegar fjáröflun er annars vegar þá er kapphlaup á háum hælum vinsælt sport í Hollandi. BBC segir frá málinu á vefsíðun sinni.

Kapphlaupið kallast hoge hakken races og vekur það alltaf jafn mikla kátínu á góðgerðarsamkomum í Hollandi. Þátttakendur geta unnið allskyns verðlaun og styðja um leið málefni tengdum konum.

Kapphlaupin eru oftast frá 45 metrum og upp í 200 metrar og fara jafnan fram í miðborgum. Oftast er bara konum leyft að hlaupa en hælarnir verða að vera að minnsta kosti 7 sentimetrar og ekki breiðari en 1,5 sentimetri.

Konurnar hlaupa á eigin ábyrgð.