*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 30. maí 2012 10:56

Kappræður um gjaldeyrismál

Þeir Ársæll Valfells og Frosti Sigurjónsson munu fjalla um gjaldeyrismál á fundi SUS í kvöld.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

 

Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) efnir til opinna kappræðna um gjaldmiðilsmál í kvöld. 

Frummælendur verða Ársæll Valfells, lektor í viðskiptafræði sem talað hefur fyrir einhliða upptöku annars gjaldmiðils og þá sérstaklega kanadadollars, og Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur sem talað hefur fyrir áframhaldandi notkun krónunnar. Frosti hefur að undanförnu flutt regluleg erindi um hugmyndir sínar um það hvernig hægt er að halda í íslensku krónuna.

Fundurinn fer sem fyrr segir fram í kvöld kl. 20 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Umræður verða að loknum framsögum. Fundarstjóri verður Gísli Freyr Valdórsson, blaðamaður á Viðskiptablaðinu.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is