Áhorfsmet voru slegin í gærkvöldi þegar 24 milljónir horfðu á fyrstu kappræður Repúblíkana, sem sækjast eftir tilnefningu sem forsetaframboðsefni flokksins, á Fox News.

Kappræðurnar fengu mesta áhorf nokkurar beinnar útsendingar í 20 ára sögu sjónvarpsstöðvarinnar.

Af 24 milljónum áhorfenda voru 7,9 milljónir á aldrinum 25 til 54 ára. Talið er að áhugi á framboði Donald Trump hafi aukið áhorfið. Næstu kappræður eru 16. september CNN og 28. október á CNBC.