Íslensku verðlaunin í frumkvöðlakeppninni Nordic Starup Awards voru veitt í Ægisgarði nú fyrir stuttu, en helstu úrslit voru þau að sproti ársins á Íslandi var kosinn Kara Connect, stofnandi ársins var Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fjárfestir ársins var Crowberry Capital og í vali fólksins varð frumkvöðullinn Oliver Luckett hlutskarpastur.

Kosið var um sigurvegara á netinu, en verðlaununum er ætlað að efla tengsl norrænu sprotasenunnar sem og að verðlauna þá sprota, fjárfesta og stuðningsaðila sem skarað hafa fram úr á árinu. Keppt er í fjórtán flokkum í hverju landi fyrir sig.

Úrslitin í heild sinni voru eftirfarandi, en þar sem verðlaunin eru alþjóðleg eru flokkatitlar á ensku:

 • Ecosystem Hero of the year - Brandur Karlsson
 • Best FinTech Startup - Payday
 • Startup of the Year - Kara Connect
 • Best Corowking Space - Hús Sjávarklasans
 • Investor of the Year - Crowberry Capital
 • Best Bootstrapped Startup - Genki Instruments
 • Best AI/Machine Learning Startup - Activity Stream
 • Best FoodTech/AgriTech Startup - Jurt Hydroponics
 • Founder of the Year - Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
 • Best Newcomer - PayAnalytics
 • Best Accelerator or Incubator - Startup Reykjavík
 • Best HealthTech Startup - Kara Connect
 • Best Social Impact Startup - PayAnalytics
 • Peoples' Choice Awards - Oliver Luckett

Úrslitakvöld Nordic Startup Awards fer fram í Kaupmannahöfn þann 30. október 2018.