*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 17. desember 2015 18:29

Kára gert að greiða Karli fyrir vinnu sína

Hæstiréttur kvað svo á um að Kári yrði að greiða Karli Axelssyni hæstaréttardómara fyrir vinnu sem hann vann árið 2012.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Kári Stefánsson var dæmdur til að greiða Karli Axelssyni hæstaréttardómara 400 þúsund krónur í málskostnað ofan á þær tvær milljónir vegna vinnu sem Karl vann fyrir Kára.

Deilt var um hvort Kári þyrfti að greiða Karli fyrir vinnu við verkefni. Þá hafði Kári keypt þjónustu af LEX lögmannsstöfu árið 2012, en Karl var meðeigandi þar áður en hann varð hæstaréttardómari.

Kári taldi upphæðina sem hann var krafinn um langt um of háa og baðst þess fyrir úrskurðarnefnd lögmanna að greiðslan væri endurskoðuð. 

Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að ekkert væri að starfsháttum LEX og því ætti Kári að greiða fullt verð. Þá var málinu áfrýjað til héraðsdóms og eftir að hafa verið dæmt Karli í vil þar einnig var því þá áfrýjað til Hæstaréttar.

Hæstiréttur kvað svo á um að Kári skyldi nú greiða Karli þessar tvær milljónir króna, og auk þess að hann skyldi greiða málskostnað fyrir hæstarétti sem nam um 400 þúsund krónum.