*

sunnudagur, 12. júlí 2020
Fólk 11. maí 2018 17:29

Klara Sveinsdóttir til Kerecis

Kerecis hefur ráðið Klöru Sveinsdóttur sem yfirmann í viðskiptaþróun.

Ritstjórn
Klara Sveinsdóttir, nýr yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Kerecis.
Aðsend mynd

Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur ráðið Klöru Sveinsdóttur sem yfirmann í viðskiptaþróun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kerecis. 

Klara kemur til Kerecis frá Icepharma, en þar áður starfaði hún hjá Actacis. Klara býr að áralangri reynslu í heilbrigðisgeiranum og er bæði lyfjafræðingur og MBA. 

Hjá Kerecis mun Klara meðal annars bera ábyrgð á samstarfssamningi Kerecis og lyfjafyrirtækisins Alvogen sem selur sáraroð Kerecis á nokkrum mörkuðum í Asíu.

Stikkorð: Kerecis