*

mánudagur, 17. júní 2019
Fólk 31. janúar 2017 09:27

Karen hættir hjá SFS

Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi SFS, hefur látið af störfum hjá samtökunum.

Ritstjórn

Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur sagt starfi sínu lausu hjá samtökunum.

Frá þessu greindi Karen á Facebook síðu sinni þar sem að hún þakkar samstarfsfólki sínu fyrir ánægjuleg samskipti og óskar þeim góðs gengis í þeim verkefnum sem framundan eru.

Karen var ráðin til LÍU árið 2013 og tók þátt í sameiningu LÍU og SF í SFS. Karen er bókmenntafræðingur og hafði starfað í fjölmiðlum frá byrjun árs 2005. Hún hóf störf á DV og vann þar til ársins 2006 en flutti sig þá yfir á NFS, því næst fór hún á Fréttablaðið og starfaði þar til ársins 2010 en þá hóf hún störf á fréttastofu Stöðvar 2.

Stikkorð: Karen Kjartansdóttir SFS hættir
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is