*

laugardagur, 25. september 2021
Fólk 4. ágúst 2021 09:42

Karen hættir hjá Skeljungi

Karen Rúnarsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Skeljungs.

Ritstjórn
Karen Rúnarsdóttir.
Aðsend mynd

Karen Rúnarsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Skeljungs af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fam í tilkynningu til kauphallarinnar.

Karen hóf störf hjá Skeljungi í september á síðasta ári en hún var áður sviðsstjóri stafrænna lausna og markaðssviðs hjá Lyfju. Þar á undan var hún markaðsstjóri hjá Festi. Þá segir að Karen hafi tekið þátt í að efla félagið og að styrkleikar hennar og reynsla hafi nýst félaginu vel.

„Það er eftirsjá af Karen sem hefur reynst félaginu vel en við höfum skilning á ákvörðun hennar. Við þökkum henni fyrir vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar í framtíðinni," segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs.