Tískumógúllinn Karen Millen varð gjaldþrota fyrr í vikunni. Hún skuldaði sex milljónir punda, eða því sem jafngildir 840 milljónum króna, í skattaskuld, sem að hún gat ekki greitt. Tískuhönnuðurinn sagði í samtali við Daily Mail að gjaldþrotið tengist svikum Kaupþings.

Karen Millen segist í öngum sínum vegna málsins. Kaupþing fjármagnaði 95 milljón punda kaup á merki Karen Millen árið 2004. Eftir það hafi hún ekki getað komið aftur undir sig lappirnar. Hún vildi nota vörumerkin „Karen Miller“ fyrir vörur sínar en eigendur Kaupþings leyfðu það ekki.

Enn fremur tók hún fram að fjármálakrísan á Íslandi hafi haft neikvæð áhrif á fjárhagsstöðuna. „Síðastliðin níu ár hef ég staðið í því sem virðist ein löng réttarhöld gegn bönkunum. Ég hef reynt að knýja fram réttlæti og það hefur tekið sinn toll,“ segir Millen.