Félög í eigu Karenar Millen og Ólafs Ólafssonar eru grunuð um aðild að 66 milljarða króna umboðssvikamáli tengdu Deutsche Bank. Karen Millen er meðal þeirra sem var yfirheyrð af starfsmönnum sérstaks saksóknara í London i síðustu viku. Tugir manna voru yfirheyrðir vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á 66 milljarða króna láni Kaupþings til stærstu viðskiptavina sinna skömmu fyrir hrun. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Stjórnendur Kaupþings lánuðu nokkrum af stærstu viðskiptavinum sínum fjármuni til þess að kaupa skuldabréf tengd skuldabréfaálagi Kaupþings af Deutsche Bank, einum stærsta banka í heimi. Hér er frétt RÚV um málið.

Karen Millen.
Karen Millen.