Karen Áslaug Vignisdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns greiningar og útgáfu á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands. Karen er jafnframt aðstoðarframkvæmdastjóri sviðsins og staðgengill aðalhagfræðings. Hún er auk þess ritari peningastefnunefndar Seðlabankans.

Karen er með meistarapróf í hagfræði frá háskólanum í Árósum í Danmörku frá árinu 2005 en hún lauk grunnnámi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Hún hefur starfað á hagfræði- og peningastefnusviði bankans frá mars 2006 og hefur hefur gegnt stöðu forstöðumanns greiningar og útgáfu frá júlímánuði í fyrra.