*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Fólk 11. júní 2019 16:28

Karen nýr forstöðumaður hjá SÍ

Karen Áslaug Vignisdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns greiningar og útgáfu á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Karen Áslaug Vignisdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns greiningar og útgáfu á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands. Karen er jafnframt aðstoðarframkvæmdastjóri sviðsins og staðgengill aðalhagfræðings. Hún er auk þess ritari peningastefnunefndar Seðlabankans.

Karen er með meistarapróf í hagfræði frá háskólanum í Árósum í Danmörku frá árinu 2005 en hún lauk grunnnámi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Hún hefur starfað á hagfræði- og peningastefnusviði bankans frá mars 2006 og hefur hefur gegnt stöðu forstöðumanns greiningar og útgáfu frá júlímánuði í fyrra.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is