*

mánudagur, 22. júlí 2019
Fólk 11. janúar 2011 09:37

Karen Rúnarsdóttir stýrir útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ

Ritstjórn

Karen Rúnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu útibússtjóra Íslandsbanka í Mosfellsbæ.  Í tilkynningu kemur fram að Karen  hefur frá árinu 2009 starfað sem viðskiptastjóri einstaklinga í útibúi bankans að Suðurlandsbraut en þar áður starfaði hún sem forstöðumaður í markaðsdeild Íslandsbanka og síðar á útibúasviði bankans.  Áður en hún réð sig til  Íslandsbanka árið 2006 gegndi hún starfi framkvæmastjóra Noron ehf. og bar þar ábyrgð á rekstri verslana ZARA á Íslandi.   Hún er með BSc gráðu í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Karen tekur við starfi útibússtjóra af Sigríði Jónsdóttur en hún tekur við starfi umboðsmanns viðskiptavina hjá Íslandsbanka þann 1. mars næstkomandi.