*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Fólk 16. júní 2021 11:08

Karen til Athygli

Ráðgjafarfyrirtækið Athygli hefur ráðið Kareni Kjartansdóttur til starfa.

Ritstjórn
Karen Kjartansdóttir er nýr starfsmaður Athygli.
Aðsend mynd

Ráðgjafarfyrirtækið Athygli hefur ráðið Kareni Kjartansdóttur sem ráðgjafa. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Karen starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar þar sem hún hafði verið frá 2018. Þar á undan starfaði hún  hjá ráðgjafarstofunni Aton auk þess sem  hún var samskiptastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) á árunum 2013 til 2017.

Karen hefur einnig talsverða reynslu af fjölmiðlastörfum, sem blaðamaður og pistlahöfundur á DV og á Fréttablaðinu og síðar fréttamaður og varafréttastjóri á Stöð 2. 

Karen útskrifaðist með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 og er með BA gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur þegar hafið störf. 

Athygli er eitt elsta ráðgjafarfyrirtæki á sviði samskipta og almannatengsla á Íslandi, stofnað árið 1989.