Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar var launahæsti forstjóri landsins á síðasta ári með rúmar 29 milljónir króna í mánaðarlaun. Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hann er jafnframt tekjuhæstur á árínu of var hann á þriðja sæti yfir lista skattakónga á árinu 2014.

Næstur á listanum er Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments, með um 22 milljónir í laun.

Þriðji á listanum er Valur Ragnarsson forstjóri Medis, með tæpar 8,5 milljónir á mánuði. Á eftir honum fylgja Einar Benediktsson, forstjóri Olís, með rúmar 7,3 milljónir á mánuði. Svo Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi með 6,4 milljónir á mánuði. Loks er Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með rúmar 5 milljónir.