Ólíklegt er að tekist hafi að sannfæra Pfizer um að bólusetja íslensku þjóðina á næstu vikum gegn því að framkvæmd yrði rannsókn á virkni bóluefnisins að því kemur fram í máli Kára Stefánssonar í samtali við mbl.is. Kári Stefánsson og Þórólfur Guðnason, hafa síðustu vikur reynt að sannfæra Pfizer um að ágæti slíkrar rannsóknar. Kári er þó ekki alveg búinn að gefast upp.

Í gær var greint frá því að Ísraelar hefðu samið við Pfizer um bóluefni fyrir alla 16 ára og eldri í Ísrael fyrir lok mars. Kári segir ljóst að Evrópusambandið hafi ekki staðið sig í stykkinu við að semja um kaup á bóluefni. Samflot Íslands með ESB hafi ekki verið óskynsamlegt en bregðast hafði mátt við í meira mæli þegar ljóst var að ESB gengi ekki sem skyldi að semja.

„Þetta er bara dæmi um það hvað það get­ur verið mik­il­vægt að geta hagað sér eins og sjálf­stæð þjóð óháð öðrum, það er það sem Ísra­el er að gera,“ segir Kári.

Hann segir lítinn gang vera á viðræðunum við Pfizer en þó ekki endilega ljóst að þær takist ekki. „Að minnsta kosti er þetta ekki að hreyf­ast mjög hratt, svo mikið er víst. Ég er kom­inn mjög ná­lægt því að gef­ast upp á þessu en ég er ekki bú­inn að gef­ast al­veg upp,“ segir Kári við mbl.is