*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Fólk 7. maí 2018 13:31

Kári ræður Þóru Kristínu

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er nýr upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar sem er undir stjórn Kára Stefánssonar.

Ritstjórn
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur langan feril í blaða- og fréttamennsku.
Gunnhildur Lind Photography

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fyrrverandi fréttastjóri Fréttatímans og margreyndur blaða- og fréttamaður frá RÚV og Stöð 2 og fleiri fjölmiðlum hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Þar með talið hefur hún verið pistlahöfundur á Stundinni.

Þar mun hún því starfa náið með Kára Stefánssyni forstjóra fyrirtækisins. Tilkynnti Þóra Kristín um ráðninguna á facebook síðu sinni, en um er að ræða aðra vinnuvikuna hjá fyrirtækinu.

„Önnur vinnuvikan að hefjast í nýju og spennandi starfi sem upplýsingafulltrúi hjá íslenskri erfðagreiningu,“ segir Þóra Kristín á facebook síðu sinni.