Kári Kárason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Icelease ehf. frá og með 15. júní n.k. að því er kemur fram í frétt félagsins.

Icelease ehf. er sérhæft fyrirtæki í flugvélaviðskiptum á alþjóðlegum markaði, sem leitar fjárfestingartækifæra í tengslum við kaup, sölu og langtímaútleigu flugvéla til erlendra flugfélaga og fjárfestingastjóða.

Í tengslum við fyrirhugaða skráningu Icelandair Group í Kauphöll þá hefur Icelease verið flutt frá FL Group yfir til Icelandair Group.

Kári hefur unnið ýmis stjórnunarstörf sl. ár hjá Flugleiðum og FL Group, nú síðast sem aðstoðarframkvæmdastjóri Icelease.

Kári tekur við starfinu af Halldóri Vilhjálmssyni, fyrrum fjármálastjóra Flugleiða, sem stýrt hefur Icelease frá stofnun þess fyrir rúmu ári, en lætur nú af störfum að eigin ósk eftir 25 ára starf hjá Flugleiðum og síðan FL Group. Halldór mun áfram verða Icelease til ráðgjafar.