Nú hefur Kári Stefánsson safnað 60 þúsund undirskriftum á lista sinn þar sem hann krefst þess að stjórnvöld verji 11% vergrar landsframleiðslu til heilbrigðiskerfisins. Með þessum áfanga verður undirskriftalistinn sá þriðji fjölmennasti í sögu þjóðarinnar. Þeir sem skrifa undir lista Kára verða að hafa náð 18 ára aldri og birta gilda kennitölu við nafn sitt.

Aðeins hafa undirskriftalistar Indefence, sem mótmælti því að Bretar beittu Íslendinga hryðjuverkalöggjöf og listi Hjartans í Vatnsmýri, sem berst gegn áformum Reykjavíkurborgar um að flytja flugvallarstarfsemi úr Vatnsmýrinni, safnað fleiri undirskriftum.

Indefence-listinn safnaði um það bil 83 þúsund undirskriftum meðan Hjartað í Vatnsmýri hefur safnað tæplega 70 þúsund undirskriftum.

Þá voru þeir sem skrifuðu undir lista gegn Icesave í annað sinnið 56 þúsund talsins, og undirskriftir Varins Lands, sem miðaði að því að sýna viðveru bandaríska hersins á Íslandi stuðning sinn.