Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, verður gestur Viðskiptaþáttarins í dag en í morgun greindi fyrirtækið frá jákvæðum niðurstöðum prófana á nýju hjartalyfi. Sérlega áhugaverðar niðurstöður og við fáum Kára til að segja okkur hvaða þýðingu þetta hefur fyrir hjartasjúklinga og rekstrarafkomu fyrirtækisins.

Hver er hræddur við hagvöxt? spurði Greiningardeild Landsbankans á morgunverðarfund á Grand Hótel í morgun. Þar var sjónunum beint að getu efnahagslífsins til að takast á við þann mikla hagvöxt sem framundan er. Við fáum Björn Rúnar Guðmundsson hagfræðing greiningardeildar til að ræða þetta í þættinum í dag.

Viðskiptaþátturinn á Útvarpi Sögu (99,4) er endurfluttur kl. eitt eftir miðnætti.