Dóttir Islam Karimov, forseta Uzbekistans, sætir núna rannsókn svissneskra yfirvalda. Hún er grunuð um peningaþvætti. Á miðvikudaginn greindi ríkissaksóknari í Sviss frá því að rannsókn á fjórum manneskjum sem tengdust Gulnara Karimova, dóttur Karimov, og henni sjálfri. Málið tengist rekstri fjarskiptafyrirtækis í Uzbekistan. 800 milljónir svissneskra franka í reiðufé hafa verið frystar og einnig eignir.

Ekki er vitað hvar Karimova er niðurkomin. Hún er vinsæl söngkona í sínu eigin landi. Hún var fastafulltrúi Uzbekistans hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf og naut friðhelgi allt þar til síðasta sumar. Rannsókn málsins hófst fljótlega eftir að þeirri friðhelgi lauk.

Meira um málið má lesa á vef WallStreet Journal.