*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 7. október 2015 17:43

Karl Axelsson tekur sæti í Hæstarétti

Mati dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómarasæti við réttinn verður ekki vikið til hliðar af Alþingi og innanríkisráðherra.

Ritstjórn
Karl Axelsson mun taka sæti við Hæstarétt Íslands.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Umsögn dómnefndar um hæfi umsækjenda um stöðu Hæstaréttardómara verður ekki vikið til hliðar af Alþingi og innanríkisráðherra. Fyrir vikið verður Karl Axelsson hrl. skipaður dómari við Hæstarétt. Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að Ólöf Nordal muni bera upp tillögu um þetta atriði á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudag.

Staða dómara við Hæstarétt var auglýst í júlí síðastliðnum. Þrír sóttu um stöðuna og var það mat sérstakrar dómnefndar að allir væru hæfir til starfans, en mishæfir þó. Dómnefndin áleit Karl hæfastan umsækjenda til að taka sæti Hæstaréttardómara. Hinir umsækjendurnir voru Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari og settur dómari við Hæstarétt og dr. Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu.

Ólöf hefur þegar skrifað undir ráðningu Karls en hefur ekki fengið staðfestingu frá Forseta Íslands um skipun Karls.