Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Karl Wernersson þurfi að endurgreiða þrotabúi eignarhaldsfélags síns, Háttar ehf. sem nemur 52 milljónum króna.

Í dóminum kemur fram að fjárhæðirnar hafi verið færðar af reikningi Háttar ehf. yfir á reikning Karls, sem var aðaleigandi félagsins og prókúruhafi. Færslunar hafi ekki verið nægilega útskýrðar af hálfu Karls og þurfi hann þvi að endurgreiða þær.

Félagið var upphaflega tekið til gjaldþrotaskipa í nóvember 2011, en sá úrskurður héraðsdóms var felldur úr gildi mánuði síðar. Félagið var endanlega úrskurðað gjaldþrota í júlí 2012.