Dómnefnd telur Karl Axelsson vera hæfari en þau Davíð Þór Björgvinsson og Ingveldi Einarsdóttur í stöðu hæstaréttardómara. Karl, Davíð og Ingveldur voru öll metin hæf til að gegna stöðunni. RÚV greinir þá þessu.

Í frétt RÚV segir að menntun Karls hafi verið metin lægst umsækjenda, en menntun Davíðs Þórs mest. Reynsla Ingveldar af dómarastörfum var metin meiri en hinna tveggja umsækjendanna sem voru metnir hæfir, og reynsla þeirra Davíðs var metin talsvert meiri en reynsla Karls.

Í mati á reynslu umsækjenda á lögmannsstörfum var Karl sagður standa þeim Davíði og Ingveldi mun framar. Karl hafi flutt á þriðja hundrað mála fyrir Hæstarétti og hafi einn umsækjenda lögmannsréttindi í Hæstarétti. Karl var einnig metinn með mesta reynslu í stjórnsýslustörfum og af reynslu í stjórnum.