Karl Ottó Karlsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Ormsson ehf og tók hann til starfa í júní. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Karl er viðskiptafræðingur frá Handelshöjskole Syd í Kolding í Danmörku. Hann starfaði við útgerð, útgerðarstjórn og fjármál á Hornafirði um árabil, starfaði hjá Bræðrunum Ormsson ehf 2000 til 2002 sem deildarstjóri, fjármálastjóri hjá Frétt ehf., þjónustustjóri hjá rekstrarfélagi Véla og Þjónustu, skrifstofustjóri hjá Borgarplast, var kennari við Tækniskólann í 6 ár og starfaði við rekstrar- og fjámálarðáðgjöf fyrirtækja í 10 ár. Hann starfaði hjá Ormsson ehf sem þjónustustjóri verkstæðis síðastliðið eitt og hálft ár.

Karl tekur við af Andrési B. Sigurðssyni, sem starfað hefur hjá Ormsson ehf frá 1993 lengst af sem framkvæmdastjóri.