*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Fólk 6. maí 2020 09:27

Karl og Vigdís til Land lögmanna

Karl Hrannar Sigurðsson og Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir hafa gengið til liðs við Land lögmenn.

Ritstjórn
Karl Hrannar og Vigdís Sigríður eru bæði með meistarapróf frá Háskólanum í Reykjavík.
Aðsend mynd

Karl Hrannar Sigurðsson og Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir hafa gengið til liðs við Land lögmenn. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Bæði luku þau grunn- og meistaraprófi frá Háskólanum í Reykjavík og sinntu eftir það starfi hjá Dattaca Labs Iceland ehf. sem ráðgjafar á sviði persónuverndarmála.

Karl Hrannar starfaði þar sem yfirlögfræðingur og Vigdís Sigríður sem lögfræðingur. Þau hafa bæði sérþekkingu á sviði persónuverndar og munu áfram sinna þeim málaflokki hjá Land lögmönnum ásamt því að veita almenna lögfræðiráðgjöf.

Stikkorð: Land lögmenn