Karl D. Lúðvíksson hefur verið ráðinn umsjónarmaður eigna hjá ORF Líftækni en hann hefur nýlega lokið hátæknifræðinámi Bsc við Háskóla Íslands. Karl hefur jafnframt langa starfsreynslu við samsetningar og viðgerðir á vélbúnaði og stýrikerfum, en hann hefur meðal annars starfað sem rafeindavirki hjá Kone og Schindler auk þess að starfa sjálfstætt við ýmis verkefni hjá Alvogen og VGÞ.

ORF Líftækni hefur þróað nýstárlega aðferð til að framleiða verðmæt, sérvirk prótein sem notuð eru í húðvörurnar BIOEFFECT og til líf- og læknisfræðirannsókna víða um heim. Eru fræ byggplöntunnar notuð sem smiðja fyrir þessi prótein en hjá fyrirtækinu og dótturfyrirtæki þess starfa nú 40 manns.