Karl Þráinsson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) frá og með síðustu áramótum. Karl mun áfram sitja í stjórn félagsins auk þess sem hann tekur við stöðu stjórnarformanns.

Sigurður R. Ragnarsson mun taka við stöðu forstjóri félagsins. Sigurður hefur starfað hjá ÍAV síðan árið 2006, þar af sem framkvæmdastjóri tæknisviðs á árunum 2011 til 2013 og framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs frá 2014.

Áður en að Sigurður gekk til liðs við ÍAV þá starfaði hann á verkfræðistofunni Línuhönnun, sem nú heitir EFLA en þar hafði hann starfað frá árinu 1991.

Sigurður lærði verkfræði í Háskóla Íslands en hélt svo til Danmerkur og tók master í burðarþols- og framkvæmdafræði frá DTU. Hann tók jafnframt B vottun verkefnisstjóra hjá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands árið 1997 og A-vottun hjá danska verkefnisstjórnunarfélaginu 2012.