Þeir Karl Wernersson og Guðni Björgvin Guðnason játuðu sekt sína um trassaskap við skil á ársreikningum Lyfja og heilsu og greiddu sekt vegna málsins. Þingfesting var í máli embættis sérstaks saksóknara gegn þeim og félaginu í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar játuðu þeir sekt sína.

Fram kom á mánudag að Karl var stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu frá 1. september 2010 en Guðni frá 31. ágúst 2010. Þeir voru ákærðir fyrir að vanrækja skil á ársreikningum Lyf og heilsu á lögmæltum tíma. Karl vegna áranna 2008, 2009 og 2010 en Guðni vegna áranna 2008 og 2009.

Karl greiddi hálfa milljón í sekt vegna málsins.