Sérstakur saksóknari hefur ákært Karl Wernersson, Guðna Björgvin Guðnason, og hlutafélagið Lyf og heilsu fyrir meiri háttar brot gegn ársreikningalögum.

Karl var stjórnarformaður og framkvæmdastjóri félagsins frá 1. september 2010. Guðni var framkvæmdastjóri þess frá 31. ágúst 2010. Þeir eru ákærðir fyrir að vanrækja skil á ársreikningum Lyf og heilsu á lögmæltum tíma. Karl vegna áranna 2008, 2009 og 2010 en Guðni vegna áranna 2008 og 2009.

Fram kemur í ákærunni að brotin varða 125. gr. ársreikningalaganna og 2. mgr. 262. gr. hegningarlaga.

Halldór Brynjar Halldórsson, lögmaður Lyfja og heilsu, segir í samtali við VB.is nokkuð um liðið síðan ársreikningunum var skilað.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur næstkomandi föstudag.