*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 2. júní 2015 10:19

Karla eða kvennastörf? Myndir

Rannveig Rist, Birna Bragadóttir og Sigurður Snævarr héldu erindi á fundinum „Eru til karla- og kvennastörf?“

Ritstjórn

Atvinnuvegaráðuneytið, Landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins og Festa stóðu fyrir fundinum „Eru til karla- og kvennastörf?“ 28. maí þar sem Rannveig Rist, Birna Bragadóttir og Sigurður Snævarr héldu erindi.

 Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan hélt erindi með yfirskriftinni „Síðasta vígið: konur í iðnaði“ og sagði meðal annars að þar væru konur næstum jafn sjaldséðar og hvítir hrafnar. Einnig kom Rannveig inn á það að jafna þyrfti kröfur til kvenna og karla í starfi.

Ólöf Rún Skúladóttir og dóttir hennar Hjördís Hugrún Sigurðardóttir sátu fundinn. En þær skrifuðu saman bókina Tækifærin þar sem fjallað er um konur í ýmsum störfum sem starfa víða um heim, sem allar hafa lokið námi á sviði tækni og raunvísinda. 

Birna Bragadóttir, starfsþróunarstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hélt erindið „Orka kvenna, ein af auðlindunum“. Þar sagði hún að karla og kvennastörf væru afleiðing af kynbundu náms- og starfsvali, en tölur sýna að það gengur mjög erfiðlega að jafna kynjahlutfall í iðnnámi.

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, var meðal gesta.

Fundurinn var vel sóttur.

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda sótti fundinn.

Gestir hlustuðu af athygli á erindin.

Rakel Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Spyr var fundarstjóri.