Karlar hafa að meðaltali um 40% hærri laun í Flóafélögunum samkvæmt nýrri könnun Gallup. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Karlar eru þar með heildarlaun um 379.000 en konur 271.000. Samkvæmt könnuninni vinna karlar að meðaltali 48,6 klukkustundir á viku eða um klukkustund lengur en í sömu könnun fyrr á ári. Konur vinna aftur á móti 42 stundir á viku í fullu starfi. Könnunin náði til félagsmanna Eflingar, Hlífar og VSFK.

Harpa Ólafsdóttir, forstöðurmaður kjaramálasviðs Eflingar, segir þetta vera mikið áhyggjuefni og niðurstöðurnar vonbrigði. Hún segir að möguleikar kvenna til að hífa launin upp með yfirvinnu séu mjög takmarkaðir í kvennastéttum en það útskýri þó ekki þennan mun nema að einhverju leyti.

Ræstingafólk og leiðbeinendur á leikskólum hafa lægstu dagvinnulaunin, eða að meðaltali 230.000 kr og dagvinnlaun verkstjóra og flokkstjóra eru hæst, að meðaltali 378.000 kr.