Haustið 2015 voru 18,1% kennara við grunnskóla landsins karlmenn, eða 884 talsins.

Hefur körlum farið hlutfallslega fækkandi síðan árið 1998 þegar karlar voru 26,0% starfsfólks við kennslu, en á sama tíma hefur konum við kennslu fjölgað eins og gefur að skilja.

Voru þær 3.992 haustið 2015. Þá hefur þeim einnig fjölgað meðal skólastjóra, en haustið 2015 voru 112 konur skólastjórar meðan þær voru 68 haustið 1998.

Hefur körlum í skólastjórastétt fækkað á sama tíma og fóru þeir úr því að vera 125 árið 1998 niður í 61 haustið 2015.