Meira en 75% þeirra sem verða gjaldþrota eru karlmenn. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem dómstólaráð vann fyrir Umboðsmann skuldara og Fréttablaðið vitnar í í dag. Ekki er um skammtímahneigð að ræða því hlutfallið breytist lítið þegar meðaltal ellefu ára er skoðað.

Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir karlmenn vera áhættusæknari en konur en frekari greiningu á ástæðum þess skortir að hennar sögn. Á síðasta ári voru 139 einstaklingar úrskurðaðir gjaldþrota en 112 árið 2009. Þetta er umtalsverð fækkun frá fyrstu árum aldarinnar en árið 478 einstaklingar gjaldþrota, 298 árið 2001 og 367 árið 2002.

Að sögn Ástu Sigrúnar er fækkunin til marks um að greiðsluaðlögun virki enda hafi gríðarlega margir sótt um greiðsluaðlögun, sem kemur fólki í skjól frá kröfuhöfum.