Íslenskir bjórframleiðendur láta ekki sitt eftir liggja fyrir þorrahátíðina sem hefst á bóndadaginn, sem er í dag. Þetta árið verða sex sérstakir þorrabjórar til sölu í verslunum ÁTVR sem sötra má með súrsuðu hrútspungunum. Bjórarnir koma í verslanir ÁTVR í dag.

Ölgerðin framleiðir Þorragull og Surt nr. 15 en Vífilfell býður einnig upp á tvær tegundir, Þorraþræl og Einiberja Bock þorrabjór. Gæðingur setur í sölu samnefndan þorrabjór og Bruggsmiðjan Kaldi framleiðir Þorrakalda í ár.