Kartöflubændum hefur fækkað úr 200 í 32 á rúmum áratug. Fækkunin skýrist af lágu verði á kartöflum og uppskerubresti vegna veðurs. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að bein afleiðing af þessari þróun er minni framleiðsla og aukinn innflutningur á kartöflum fyrr en áður.

Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli og formaður Félags kartöflubænda, gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda. Ekki sé eðlilegt að flytja inn nýjar erlendar kartöflur á sumrin á meðan beðið er eftir þeim íslensku. Nú sé uppskera frá síðasta ári flutt inn. Þá segir Bergvin að um árabil hafi kaupendur ráðið nærri einhliða verði til bænda. Lágt verð hamli framþróun og kallar hann eftir ríkisstyrkjum til fjárfestinga.

Fréttablaðið segir Harald Benediktsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hafa í umræðum um stöðu kartöflubænda í umræðum um landbúnaðarafurðir á Alþingi í síðustu viku, sagt búgreinina komna á válista vegna uppskerubrests og lágs verðs.