Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins,  segir margt áhugavert hafa komið í ljós eftir að hann og sérstakur starfsmaðurhafi tekið að rukka ferðamenn við Kerið. Margt hafi komið á óvart. Ferðamenn virðist hafa sérstakan áhuga á grjótinu sem þar sé að finna. „Ferðamenn hafa sérstakan áhuga á hraunmolum. Sumir taka stórahnullunga, bera þá út á bílaplan og taka myndir af þeim. Þá hafa karlmenn áhuga á því að henda grjóti út í Kerið,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.