Kastrupflugvöllur í Danmörku fékk í gær markaðsverðlaunin World Routes Marketing Awards. Hann fékk verðlaunin í flokki þeirra flugvalla sem fá árlega 20-50 milljónir farþega.

Thomas Woldbye, framkvæmdastjóri Kastrup, segir í samtali við fréttamiðilinn Check-In.dk að hann gleðjist mikið yfir því að flugvöllurinn hafi fengið þessi verðlaun.

Woldbye segir að Kastrup hafi meðal annars fengið verðlaunin á grundvelli þess hve vel hefur gengið að laða að lággjaldarflugfélög.