Rétt áður en þing Spánar fær tækifæri til að taka yfir sjálfstjórn héraðsins lýsir það yfir sjálfstæði sínu. Þing Katalóníu hefur lýst yfir sjálfstæði með sjötíu atkvæðum gegn tíu eftir langa viku erfiðra samningaumleitana sem engu hafa skilað. Í gær ákvað leiðtogi Katalóníumanna Carles Puigdemont að ekki yrði boðað til kosninga, þó það myndi geta dregið úr deilum við stjórnvöld á Spáni.

Sagði Puigdemont að hann hefði ekki hlotið tryggingu stjórnvalda í Madríd að þau myndu halda aftur af tilraunum til að taka yfir stjórnina í héraðinu, en til þess þyrfti hún að virkja 155. grein stjórnarskrárinnar.

Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy sendi strax í kjölfar ákvörðunar katalóníska þingsins út tíst þar sem hann sagði fólki að halda ró sinni, sem og að lögum yrði aftur komið á í Katalóníu.