Forsætisráðherra Spánar tilkynnti eftir neyðarfund í ríkisstjórn landsins í dag að Katalónía verði svipt sjálfstjórn. Þing Katalóníu var ekki leyst upp, en til stendur að kosið verði í héraðinu innan skamms.

Í frétt á vef BBC segir að þetta sé gert þar sem yfirvöld í Katalóníu hafi brotið gegn lögum landsins. Íbúar Katalóníu hafa ekki tekið tíðindunum vel og hafa flykkst út á götur Barselóna í mótmælaskyni.

Boðaðar kosningar verða að öllum líkindum í janúar.