Stjórnendur fjárfestingarsjóðsins Qatar Holding hefur selt hluta af tryggingum sem hann á í Barclays-banka í Bretlandi. Sjóðurinn tók þátt í hlutafjáraukningu Barclays árið 2008 og festi sér 6,7% hlut í bankanum. Fjárfestingin hefur skilað sér því gengi hlutabréfa Barclays hefur hækkað um 42% síðan kreppan skall á.

Með hlutafjáraukningunni leitaðist bankinn við að koma í veg fyrir að þiggja ríkisaðstoð þegar halla tók undan fæti á fjármálamörkuðum, að sögn Bloomberg.