Stjórnvöld í Katar greindu fyrr í dag frá því að þau hyggjast draga sig úr Samtökum olíuframleiðsluríkja, OPEC. Tímasetning ákvörðunarinnar kemur þremur dögum fyrir fund samtakanna sem mun hefjast í Vínarborg á föstudag.

Persaflóaríkið sem hefur verið meðlimur OPEC frá árinu 1961 mun ganga úr samtökunum í janúar næstkomandi og mun einbeita sér en frekar að framleiðslu á gasi að því er segir í frétt BBC .

Katar sem er stærsti útflytjandi af fljótandi jarðgasi í heiminum hefur verið sniðgengið og beitt viðskiptaþvingunum af nágrannaþjóðum sínum á síðustu misserum vegna ásakana um stuðning ríkisins við hryðjuverkasamtök.

Að sögn orkumálaráðherra Katar, Saad al-Kaabi er hefur ákvörðunin ekki með milliríkjastjórnmál að gera. „Við höfum ekki mikil tækifæri í olíuframleiðslu og við erum mjög raunsæ með það. Okkar tækifæri felast hins vegar í gasframleiðslu.