Qatar Holding, sem er eigu opinberra aðilar í Katar og jafnframt stærsti einstaki hluthafinn í breska bankanum Barclays, áætlar nú að selja stóran hlut í Barclays að andvirði 1,4 milljarða Sterlingspunda.

Við þessar fréttir hafa hlutabréf í Barclays lækkað um 4,5% í morgun.

Ahmad Al-Sayed, forstjóri Qatar Holding segir að ákvörðun félagsins marki ekki stefnubreytingu þess. Ekki standi til að selja þá hluti sem eftir eru í Barclays og Qatar Holdin muni áfram líta á sig sem ráðandi hluthafa í bankanum.